Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 246. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 697  —  246. mál.




Frumvarp til laga



um breyting á lögum um dómstóla, nr. 15/1998, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 18. jan.)



1. gr.

    Í stað orðsins ,,tveggja“ í 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: fimm.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
     a.      2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Í sérlega mikilvægum málum getur forseti þó ákveðið að fleiri en fimm dómarar skipi dóm, en fjöldi þeirra skal þó standa á oddatölu.
     b.      2. mgr. orðast svo:
                  Hæstiréttur getur ákveðið að dómurum sé skipað í deildir í afmarkað tímabil í senn eftir fastri almennri reglu.

3. gr.


    Á eftir 43. gr. laganna koma tvær nýjar greinar er hljóða svo:
     a.      (44. gr.)
                  Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 12. gr. og 43. gr. skal tala héraðsdómara frá 1. mars 2011 vera 48, en ekki skal skipa í embætti héraðsdómara, sem losna eftir 1. janúar 2013, fyrr en þess gerist þörf til að ná þeirri tölu sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 12. gr.
     b.      (45. gr.)
                  Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 4. gr. skal tala hæstaréttardómara frá 1. janúar 2011 vera 12, en ekki skal skipa í embætti hæstaréttardómara, sem losna eftir 1. janúar 2013, fyrr en þess gerist þörf til að ná þeirri tölu sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 4. gr.

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði 1. gr. kemur þó ekki til framkvæmdar fyrr en forseti Hæstaréttar verður næst kjörinn.